Færsluflokkur: Ferðalög
24.4.2010 | 23:40
Við opnum 1. maí með vor í hjarta og bjóðum ykkur velkomin!
Við opnum 1. maí og það verður opið alla helgina frá kl. 11-18. Jón Ingi opnar málverkasýningu í kaffihúsinu, krambúðin er opin og markaðstorgið iðar af lífi og fjöri. Ef þú kemur til okkar og leigir íbúð færðu frían sölubás á markaðstorginu og getur skemmt þér með okkur bæði laugardag og sunnudag!
Annars er verð á sölubás 4000 krónur á stakan dag en 6000 fyrir helgina.
Uppl. og pantanir í síma 842 2550
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2010 | 23:08
Starfsmannaferðir, afmæli, brúðkaup, ættarmót...gæsir og steggir!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2010 | 20:19
Uppbygging ferðaþjónustu í gamla ungmennafélagsandanum!
Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurlands fékk Gónhól á Eyrarbakka lánaðan undir leiksýningar sínar á söngleiknum Grís Horror sem gerist í rússneskum fjöldamorðingjaskóla. Ungmennin hafa sýnt 8 sýningar undir fullu húsi og hlotið mikið lof fyrir. Öll leikmyndin og búningar eru hönnuð af þeim sjálfum og Garún leikstjóri gefur þeim hæstu einkunn fyrir dugnað og vönduð vinnubrögð
Þar sem þau sáu líkan af Þorpinu, verslunar- og sögusetri sem áætlað er að byggja inni í saltfiskhúsinu, ákváðu þau endurgreiða lánið á aðstöðunni og sýna eina styrktarsýningu fimmtudagskvöldið 15.apríl nk. Það verður sannkallað rússneskt þema þetta kvöld, boðið er uppá rússneska kartöflusúpu og heimabakað brauð gegn vægu verði fram að sýningunni sem hefst kl. 22.00.
Hluti leikmyndarinnar verður notaður við uppbyggingu verslunarþorpsins og allur ágóði af þessu rússneska menningarkvöldi verður notaður til að hefjast þegar handa við byggingu næsta húss en fyrir jólin reis fyrsta húsið og var skreytt með piparkökum af skólabörnum í Árborg.
Allir eru velkomnir á þessa sýningu sem er allra síðasta sýning Nemendafélagsins. Miðinn kostar 2000 krónur.
Pantanir í súpu og sýningu, hvort heldur sem er eða hvort tveggja er í síma 894 2522.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2010 | 22:02
Vantar þig peninga?
Hvernig væri að leigja Gónhól, markaðstorg og kaffihús með öllu og halda markað! Félagasamtök og vinnustaðir geta virkjað alla í að taka til hjá sér og selja afraksturinn á líflegum helgarmarkaði á Gónhól! Svo má líka halda bingó eða bara fara í ratleik ...nú eða spila Morðgátuna yfir litlu rauðvínsglasi! Við erum hér fyrir ykkur og við leysum flest mál...nema kannski e-ð pólitískt eins og icesave eða einhverja svoleiðis vitleysu....
Gistingin okkar er ómótstæðileg! Sértilboð á notalegum íbúðum við sjóinn sem rúma allt að 6 manns. Væri ekki sniðugt að taka sig til og bjóða elskunni sinni í dekur og dúllerí á Eyrarbakka? Ekkert fer betur í lekkerar konur en e-ð óvænt og skemmtilegt sem hennar heittelskaði skipuleggur....
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2009 | 02:42
Takk fyrir yndislega aðventu kæru vinir
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 02:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2009 | 02:42
Jólamarkaður opinn laugardag og sunnudag frá kl. 13-17
Jólamarkaður á Gónhól um helgina, alls konar fallegt handverk og jólagjafir
Piparkökuhúsið óskar eftir fleiri börnum til að skreyta sig, Sigríður Soffía Gunnarsdóttir ljósmyndari býður jólamyndatökuna í ár. Piparkökukrakkabúningar á staðnum.
Danshópur kátra krakka úr Lifandi Húsi sýnir á laugardag kl. 14.30.
Tónleikar Gullu Ólafs og Ásgeirs Ásgeirssonar sunnudag kl. 15 og saman
munu þau árita nýja diskinn sinn, Skammdegisóð sem seldur er á
tilboðsverði þennan dag.
Kaffihús, krambúð og gisting.
www.gonholl.is
Hlökkum til að sjá ykkur á Gónhó Eyrarbakka síminn er 842 2550
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2009 | 00:46
Jólamarkaður opinn frá kl. 13-17 laugardag og sunnudag
Jólamarkaður á Gónhól um helgina,
Piparkökuhúsið óskar eftir fleiri börnum til að skreyta sig, Sigríður Soffía Gunnarsdóttir ljósmyndari býður jólamyndatökuna í ár.
Piparkökukrakkabúningar á staðnum.
Danshópur kátra krakka úr Lifandi Húsi sýnir á laugardag kl. 14.30.
Tónleikar Gullu Ólafs og Ásgeirs Ásgeirssonar sunnudag kl. 15 og saman
munu þau árita nýja diskinn sinn, Skammdegisóð sem seldur er á
tilboðsverði þennan dag.
Kaffihús, krambúð og gisting.
www.gonholl.is
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2009 | 00:52
Jólamarkaður á Gónhól á aðventu jóla 2009
Við erum að baka stærsta piparkökuhús á Íslandi , það eru Katla og HP flatkökur sem styrkja okkur duglega og við þökkum þeim innilega fyrir það....við tökum á móti skólahópum og einstaklingum, allir hjálpast að við að skreyta piparkökuhúsið okkar en spurt er...hvenær eigum við að borða þetta allt?
Þetta er jafnframt fyrsta húsið í Þorpinu okkar...íslenska verslunaþorpinu sem við ætlum að reisa inni í gamla frystihúsinu á Eyrarbakka, strax í sumar getið þið komið og farið 100 ár aftur í tímann, klætt ykkur í búning og leikið hvaða hlutverk sem ykkur þóknast...
Skráning í Piparkökuhandverk og hönnun 2009 stendur yfir. Allt sem hægt er að baka úr piparkökudeigi kemur til greina og það er keppt í barna og fullorðinsflokkum. Allir eru vekomnir og það eru vegleg verðlaun í boði sem verða kynnt þann 13. desember en þá er aukajólamarkaðsdagur hjá okkur.
Jólamarkaðir okkar eru opnir frá kl. 13-17 , kúfullir af skemmtilegum handgerðurm jólagjöfum sem slá í gegn....28.-29.nóvember, 5. og 6. desember og síðan 13. desember.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest ef ekki bar öll!
Bakkaknús frá Gónhól!
Ferðalög | Breytt 2.12.2009 kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 21:22
HUX Lista og tungumálamiðstöð í Gónhól
- Forskólanámskeið fyrir bráðger börn 4-5 ára.
Tími: þriðjudagar og fimmtudagar kl. 13.00-14.00
Verð 12.900 10 skipti
- Tungumálin í brennidepli I, byrjunarnámskeið fyrir 6-12 ára börn.
Tími: þriðjudagar og fimmtudagar kl. 15.00-16.30
Verð 12.900 10 skipti
3. Tungumálin í brennidepli II, framhaldsnámskeið fyrir 6-12 ára börn.
Tími: mánudagar og miðvikudagar kl. 15.00-16.30
Verð 12.900 10 skipti
4. Ég er besti vinur minn, sjálfsstyrking og listsköpun fyrir 11- 16 ára.
Hóparnir eru kynjaskiptir og hámarksfjöldi eru 8 einstaklingar.
Lögð er áhersla á frjálsa tjáningu í gegnum myndlist, tónlist og leiklist. Einstaklingsmiðað námskeið þar sem tekið er mið af þroska og hæfni hvers og eins. Markmið að námskeiði loknu er að þátttakendur sjái sjálfa sig í jákvæðu ljósi og beini sjónum að sínum sterku hliðum og ákveði að hafa áhrif á aðstæður sínar.Tími: miðvikudagar kl. 17.00- 18.30
Verð 7.900 á mánuði. 10 skipti
5. Tungumálið er leikur einn. Samverunámskeið fyrir börn og foreldra sem vilja læra tungumál saman á skemmtilegan hátt. Amma og afi líka velkomin.
Tilvalin fermingargjöf!
Tími: þriðjudaga kl. 17.00-18.30 ENSKA
Tími: fimmtudaga kl. 17.00-.18.30 SPÆNSKA
Námskeið framundan sem verða auglýst síðar.
Ertu að flytja til útlanda? Leiðbeiningar og aðstoð við búferlaflutninga auk kennslu í grunnatriðum tungumálsins fyrir foreldra og börn. Danska, enska, spænska, franska og þýska.
Markaðstorg, atvinnusköpun fyrir atvinnulausa. Námskeið í handverki alls konar, sultugerð, súrsun, brauðbakstri og fleiru sem selja má á Gónhólsmarkaðnum og víðar.
Alþjóðleg matreiðslunámskeið
Vínkynningar
Hekl og prjónanámskeið
Listin að segja sögu
Listin að yrkja bögu
Ljósmyndanámskeið
Endurvinnslan byrjar heima
Jóga fyrir 50 ára og eldri
Þjóðdansar
Gestalistamenn, innlendir og erlendir munu einnig halda námskeið fyrir börn og fullorðna.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2008 | 00:32
Jólamarkaður um helgina
Alls konar skemmtilegar jólagjafir, leirlist, myndlist og gler. Heimagerðar sultur, smákökur og sunnlenskt grænmeti, glænýtt rauðkál og gulrætur frá Ragnhildi á Flúðum. Uppskriftir að heimagerðu rauðkáli fylgja. Brjóstsykurgerð á staðnum. Handgerð kerti og reykelsi, dagatöl, bækur, snyrtivörur, heilsuvörur, handmálaðar jólakúlur.
Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir kynnir nýja diskinn sinn og syngur með jólasveininum og börnunum á sunnudag.
Ilmandi jólastemming í kaffihúsinu.
Tilboð á gistingu. Nýjar og huggulegar íbúðir við ströndina aðeins 5000 krónur nóttin.
Opið fra kl. 13-18 laugardag og sunnudag.
Verið öll hjartanlega velkomin
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Mínir tenglar
- Flottasti vefur á Eyrarbakka Hér er svo mikill fróðleikur að það borgar sig að hafa nægan tíma til að lesa
- Allt um Eyrarbakka þorpið okkar við sjóinn
- Sunnlensk menningarveisla 7.-9.nóvember um allt Suðurland
- Menningarmiðstöðin á Eyrarbakka og bara rétt að byrja
- Gourmet veitingar Fallegur og rómatískur staður við ströndina
- Einstaklega fallegt safn og lifandi og auðvitað á Eyrarbakka
- Menning á Suðurlandi Framvarðarsveitin okkar
- Þórdís Þórðardóttir Myndlistarkonan okkar á Eyrarbakka
- Ljósmyndarinn okkar knái Sýning í gónhól júlí 2008
- Myndlistarmaðurinn okkar Sýning í Gónhól maí 2008
- http://www.gonholl.is
- Lista og tungumálamiðstöð á Eyrarbakka Nýr valkostur fyrir börn og unglinga
Tónlist
Tónlist
Falleg, mjúk og góð tónlist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar