30.4.2010 | 11:27
Takið þér rjóma í kaffið fröken?
Elskulega fólk,
Við minnum á að Gónhóllinn okkar er að opna um helgina með breyttan opnunartíma. Nú verður opið frá kl. 11-18 allar og helgar í maí og síðan ætlum við að gera tilraun og hafa opið ALLA daga í sumar, frá kl. 11-18.
Það eru margar nýjungar hjá okkur og mikið framundan í sumar enda er Eyrarbakki staður á uppleið. Við verðum með vorfiðringstilboð á gistingu í maí, krambúðin er full af nýjum vörum og við viljum sérstaklega vekja athygli ykkar á því að við erum komin með Fair Trade vörur og mikið af íslenskri framleiðslu. Þar má nefna kruðerí og kökur, sápur, kerti, krem og olíur...bara svona til að nefna eitthvað en úrvalið er mikið og eykst stöðugt! Við byrjum með kryddjurtir frá Engi , kirsuberjatómata, chili og fleira, síðan koma sumarblómin og svo eykst úrvalið eftir því sem jörðin gefur. Um helgina erum við með fyrirtaksstofnútsæði , fræ og mold fyrir ykkur með grænu fingurna.
Kaffihúsið ilmar af kræsingum og þar er Jón Ingi vorfuglinn okkar með sína 3ju vorsýningu á Gónhól og við vekjum sérstaka athygli á einstaklega fallegum vatnslitamyndum af Eyrarbakka. Oft hefur nú Jón verið góður og hann verður bara betri með hverju árinu.
Markaðstorgið er fjölbreytt að vanda, þar verða lífræn barnaföt, prjónavörur, steinkarlar, hnífabrýni, flugnaspaðar, glerlist, búslóðir og föt, notuð og ný.
Það er því tilvalið að skella sér á rúntinn um helgina og koma við hjá okkur á Eyrarbakka.
Við hlökkum til að sjá ykkur öll og munið að við höfum síma 842 2550
Við minnum á að Gónhóllinn okkar er að opna um helgina með breyttan opnunartíma. Nú verður opið frá kl. 11-18 allar og helgar í maí og síðan ætlum við að gera tilraun og hafa opið ALLA daga í sumar, frá kl. 11-18.
Það eru margar nýjungar hjá okkur og mikið framundan í sumar enda er Eyrarbakki staður á uppleið. Við verðum með vorfiðringstilboð á gistingu í maí, krambúðin er full af nýjum vörum og við viljum sérstaklega vekja athygli ykkar á því að við erum komin með Fair Trade vörur og mikið af íslenskri framleiðslu. Þar má nefna kruðerí og kökur, sápur, kerti, krem og olíur...bara svona til að nefna eitthvað en úrvalið er mikið og eykst stöðugt! Við byrjum með kryddjurtir frá Engi , kirsuberjatómata, chili og fleira, síðan koma sumarblómin og svo eykst úrvalið eftir því sem jörðin gefur. Um helgina erum við með fyrirtaksstofnútsæði , fræ og mold fyrir ykkur með grænu fingurna.
Kaffihúsið ilmar af kræsingum og þar er Jón Ingi vorfuglinn okkar með sína 3ju vorsýningu á Gónhól og við vekjum sérstaka athygli á einstaklega fallegum vatnslitamyndum af Eyrarbakka. Oft hefur nú Jón verið góður og hann verður bara betri með hverju árinu.
Markaðstorgið er fjölbreytt að vanda, þar verða lífræn barnaföt, prjónavörur, steinkarlar, hnífabrýni, flugnaspaðar, glerlist, búslóðir og föt, notuð og ný.
Það er því tilvalið að skella sér á rúntinn um helgina og koma við hjá okkur á Eyrarbakka.
Við hlökkum til að sjá ykkur öll og munið að við höfum síma 842 2550
Tenglar
Mínir tenglar
- Flottasti vefur á Eyrarbakka Hér er svo mikill fróðleikur að það borgar sig að hafa nægan tíma til að lesa
- Allt um Eyrarbakka þorpið okkar við sjóinn
- Sunnlensk menningarveisla 7.-9.nóvember um allt Suðurland
- Menningarmiðstöðin á Eyrarbakka og bara rétt að byrja
- Gourmet veitingar Fallegur og rómatískur staður við ströndina
- Einstaklega fallegt safn og lifandi og auðvitað á Eyrarbakka
- Menning á Suðurlandi Framvarðarsveitin okkar
- Þórdís Þórðardóttir Myndlistarkonan okkar á Eyrarbakka
- Ljósmyndarinn okkar knái Sýning í gónhól júlí 2008
- Myndlistarmaðurinn okkar Sýning í Gónhól maí 2008
- http://www.gonholl.is
- Lista og tungumálamiðstöð á Eyrarbakka Nýr valkostur fyrir börn og unglinga
Tónlist
Tónlist
Falleg, mjúk og góð tónlist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.