Dagskráin okkar í sunnlensku menningarveislunni 7.-9.nóvember nk

 

Á Eyrarbakka er margt skemmtilegt að gerast um helgina og við viljum bjóða öllum Íslendingum í heimsókn til okkar. Gestrisni okkar er víðfræg og við opnum uppá gátt og bjóðum allt það besta sem við eigum...margt er frítt en hitt er billegt...endilega komið og kíkið til okkar.

Landsmótið 27.-29.júní 2008 168

 

 

 

Föstudagskvöld 7.nóvember kl. 20-22

Opnun handverks - og flóamarkaðar. Baðstofukvöld með einstökum Eyrbekkingum og fleiri góðum gestum sem segja sögur og taka í nefið í umsjá Árna Johnsen.

Kaffihúsið býður uppá heitt súkkulaði og vöfflur ásamt ýmsu góðgæti sunnlenskra húsmæðra.

Þórdís Þórðardóttir opnar myndlistarsýningu og Sigrún Ström opnar sýningu á ljósmyndum.

 

Laugardagur 8.nóvember kl. 14-18

Ljósmyndakeppni unga fólksins. Sigrún Ström leiðbeinir við ljósmyndun á ströndinni ef veður leyfir. Dómari Georg Theodórsson ljósmyndari frá Reykjavík. Skráning í Gónhól eða í síma 894 2522.

Áframhaldandi markaðsdagur með áherslu á sunnlenskt grænmeti. Grænmetiskynning og uppskriftir að heilsusamlegum réttum úr matarkistu Suðurlands. Kaffihúsið verður sérstaklega á heilsulínunni og gefur tóninn með nýrri hollustuköku úr íslensku mjöli.

 

Laugardagskvöld við sjóinn

Kl. 20.00 verður einmuna skemmtileg tónlistarveisla í umsjá Jóhannesar Erlingssonar sem er Eyrbekkingur í húð og hár. Hann fær til liðs við sig fleiri snillinga af Bakkanum og við munum gleðjast fram eftir kvöldi við ljúfa tónlist og skemmtilegheit. Pokarnir mega koma með....

 

Sunnudagur 9.nóvember kl. 14-18

Bakkaleikarnir 2008 verða ræstir frá  Gónhól kl. 14.00

 Eyrarbakkaþrautin er skemmtileg þríþraut fyrir alla fjölskylduna í umsjá Alberts Þórs Magnússonar íþróttaþjálfara frá Selfossi. Öll fjölskyldan kemur saman og spreytir sig á hinum ýmsu íþróttum. Skráning í Gónhól eða í síma 894 2522.  Allir velkomnir, ungir sem aldnir.

Áframhaldandi markaðstemmning. Sunnlenskar sultur í aðalhlutverki, pakkauppboð á jólatorginu. Allur ágóði rennur til stofnunnar hagsmunasamtaka Eyrarbakka.

Fjöldasöngur í kaffihúsinu og afhending verðlauna í Ljósmyndakeppninni og Bakkaleikunum. Ef veður verða ekki válynd má búast við að fornbílar bjóði huggulegum dömum og vel greiddum herrum á rúntinn.

 

Tilboð á gistingu og kvöldverði um helgina.

 Notalegur kostur fyrir rómantískar stundir við ströndina. Gisting í nýrri íbúð sem er í göngufæri við Rauða Húsið sem býður 3ja rétta tilboðsseðil við kertaljós og ljúfa tónlist.

 

 

 

Endalaust gaman á Eyrarbakka...

 

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stafnhús ehf

munið að öll dagskráin er á

www.sofnasudurlandi.is

Stafnhús ehf, 6.11.2008 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stafnhús ehf
Stafnhús ehf
Gónhóll er menningarmiðstöð á Eyrarbakka með það markmið að kynna þetta yndislega þorp fyrir bloggurum og öðrum Íslendingum sem hafa áhuga á sögu og menningu.

Nýjustu myndir

  • gonholl05
  • Vor 2010 011
  • emilog lina
  • Gónhóll aj
  • Grís Horror

Tónlist

Tónlist

Falleg, mjúk og góð tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband