Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Jólamarkaður 13.-14.desember

Gónhóll að hausti 2008 174Við erum að undirbúa jólamarkaðinn okkar á Eyrarbakka. Jólasveinninn kemur með pokann sinn, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir kynnir diskinn sinn og syngur með sinni engilblíðu og fallegu rödd. Ekki spillir undirleikur hans Vignis Stefánssonar fyrir, þau eru stórkostlegt par...

Um síðustu helgi var troðfullt út úr dyrum þannig að ekki verður minna um að vera og jólastemming á Eyrarbakka öllum. Regína verður með sitt Gallerý opið , Rauða Húsið verður með spes jólatilboð og í Húsinu mun andi liðinna jóla verða uppvakinn með einstakri sýningu á gömlum jólatrjám. Litlu fallegu húsin sem eru svo einkennandi fyrir Eyrarbakka munu verða komin í jólafötin sín og nú er bara að semja við veðurgyðjuna....geturðu nokku haft logn og svona mjúka, fallega drífu yfir öllu....???

 Þið getið pantað bása hjá okkur í síma 894 2522 eða 842 2550

Sjáumst:-)


Sunnlenska safnahelgin var frábær í alla staði

og verður áreiðanlega árviss viðburður héðna í frá. Samtakamátturinn er svo sterkur og við Sunnlendingar megum vera stolt og glöð með okkur núna. Gónhóll að hausti 2008 002Það var mál manna að gestrisni og gleði hefði einkennt þessa helgi öðru fremur en fjölbreytnin var slík að allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi, allt frá Lómagnúpi í austri og að Hellisheiði í vestri...

Ótrúlega skemmtilegt og fjölbreytt...til hamingju með þetta við öll og takk fyrir þátttökuna með okkur ...þið öll;-)

 


Listin að segja sögu

Gónhóll að hausti 2008 277Mikið lifandis ósköp var gaman á Eyrarbakka í gærkvöldi. Það var troðfullt út úr dyrum í Gónhól og sagðar sögur , mikið hlegið og sungið af lyst. Þetta er eitthvað sem vonandi verður fastur liður á Bakkanum okkar sem er alltaf svo glaður að hitta fólk..nú opnum við aftur í dag og á morgun kl. 14 og höfum opið til 18. Það eru svo flottir sölubásar, blóm og grænmeti, ullarvörur, klausturvörur, rabbabarakaramellur, nornir, ljósmyndir, málverk og bútasaumur...bara svona svo eitthvað sé nefnt...en myndirnar tala sínu máli...Gónhóll að hausti 2008 274

Hvaða Ólafur Ragnar verður á Bakkanum...

Já, SÆLL....FARÐU ÚR BÆNUM....

komdu á Eyrarbakka...the must see nr. 1 in Iceland...

 föstudagskvöldið verður einmuna skemmtilegt...laugardagurinn gasalega vel lukkaður með ljósmyndakeppni og alles....einhverjar GUGGUR verða á staðnum sko...um kvöldið með bland í poka og giggið er innlent...já já, ég er að róta og svona....já og svo er náttla sunnudagurinn flottur með barnaleikunum sem eru svona mini ólympíuleikar með verðlaunum og allt...á ekki bara að drífa sig....og verða Besti vinur Bakkans á jólatorginu...allir að koma með smápakka og gefa á torgið svona bara ...hitt og þetta og flest er ókeypis sko á Bakkanum...Já SÆLL...hefurður séð húsin þarna maður....og fólkið...farðu úr bænum alla helgina og vertu bara á Bakkanum...
Húsvörðurinn er að bóka herbergin...núna
www.gonholl.is

Thomsen í Gónhól 003


Ólafur Ragnar og Dorrit eru eitthvað svona að spá...

í að gista hjá okkur í Gónhól um helgina. Það er ekkert sem er eins örvandi og morgunandakt við hafið...það hleypir lífi í jafnvel elstu hjónabönd....ekki það að Ólafur sé ekki sprækur, nei því fer fjarri hann er alltaf virkilega lekker og spengilegur þessi elska og ekki spillir hún Dorrit ...hún er stórglæsileg alltaf. Þau geta auðvitað dúllað sér saman og hitt Eyrbekkinga , sem eru ótrúlega skemmtilegir og þorpið okkar er eitthvert það allra fallegasta í heimi. Lítil og sæt húsin kúra hér, hvert öðru fallegra...þið ættuð endilega að koma...

Rauða Húsið roðnar á hverju kvöldi...þannig er rómantíkin á Bakkanum þegar ung og öldruð pörin leiðast upp tröppurnar, ljúfir tónar líða um glæsilega salina og kertaljósin blika í dimmrauðu víninu.

Kvöldið er ungt...og það er víst opið frameftir...

www.gonholl.is

 


Dagskráin okkar í sunnlensku menningarveislunni 7.-9.nóvember nk

 

Á Eyrarbakka er margt skemmtilegt að gerast um helgina og við viljum bjóða öllum Íslendingum í heimsókn til okkar. Gestrisni okkar er víðfræg og við opnum uppá gátt og bjóðum allt það besta sem við eigum...margt er frítt en hitt er billegt...endilega komið og kíkið til okkar.

Landsmótið 27.-29.júní 2008 168

 

 

 

Föstudagskvöld 7.nóvember kl. 20-22

Opnun handverks - og flóamarkaðar. Baðstofukvöld með einstökum Eyrbekkingum og fleiri góðum gestum sem segja sögur og taka í nefið í umsjá Árna Johnsen.

Kaffihúsið býður uppá heitt súkkulaði og vöfflur ásamt ýmsu góðgæti sunnlenskra húsmæðra.

Þórdís Þórðardóttir opnar myndlistarsýningu og Sigrún Ström opnar sýningu á ljósmyndum.

 

Laugardagur 8.nóvember kl. 14-18

Ljósmyndakeppni unga fólksins. Sigrún Ström leiðbeinir við ljósmyndun á ströndinni ef veður leyfir. Dómari Georg Theodórsson ljósmyndari frá Reykjavík. Skráning í Gónhól eða í síma 894 2522.

Áframhaldandi markaðsdagur með áherslu á sunnlenskt grænmeti. Grænmetiskynning og uppskriftir að heilsusamlegum réttum úr matarkistu Suðurlands. Kaffihúsið verður sérstaklega á heilsulínunni og gefur tóninn með nýrri hollustuköku úr íslensku mjöli.

 

Laugardagskvöld við sjóinn

Kl. 20.00 verður einmuna skemmtileg tónlistarveisla í umsjá Jóhannesar Erlingssonar sem er Eyrbekkingur í húð og hár. Hann fær til liðs við sig fleiri snillinga af Bakkanum og við munum gleðjast fram eftir kvöldi við ljúfa tónlist og skemmtilegheit. Pokarnir mega koma með....

 

Sunnudagur 9.nóvember kl. 14-18

Bakkaleikarnir 2008 verða ræstir frá  Gónhól kl. 14.00

 Eyrarbakkaþrautin er skemmtileg þríþraut fyrir alla fjölskylduna í umsjá Alberts Þórs Magnússonar íþróttaþjálfara frá Selfossi. Öll fjölskyldan kemur saman og spreytir sig á hinum ýmsu íþróttum. Skráning í Gónhól eða í síma 894 2522.  Allir velkomnir, ungir sem aldnir.

Áframhaldandi markaðstemmning. Sunnlenskar sultur í aðalhlutverki, pakkauppboð á jólatorginu. Allur ágóði rennur til stofnunnar hagsmunasamtaka Eyrarbakka.

Fjöldasöngur í kaffihúsinu og afhending verðlauna í Ljósmyndakeppninni og Bakkaleikunum. Ef veður verða ekki válynd má búast við að fornbílar bjóði huggulegum dömum og vel greiddum herrum á rúntinn.

 

Tilboð á gistingu og kvöldverði um helgina.

 Notalegur kostur fyrir rómantískar stundir við ströndina. Gisting í nýrri íbúð sem er í göngufæri við Rauða Húsið sem býður 3ja rétta tilboðsseðil við kertaljós og ljúfa tónlist.

 

 

 

Endalaust gaman á Eyrarbakka...

 

 


Höfundur

Stafnhús ehf
Stafnhús ehf
Gónhóll er menningarmiðstöð á Eyrarbakka með það markmið að kynna þetta yndislega þorp fyrir bloggurum og öðrum Íslendingum sem hafa áhuga á sögu og menningu.

Nýjustu myndir

  • gonholl05
  • Vor 2010 011
  • emilog lina
  • Gónhóll aj
  • Grís Horror

Tónlist

Tónlist

Falleg, mjúk og góð tónlist


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband