26.7.2010 | 00:44
Frekar dey ég en að vera ósmart!
Íslenskir hönnuðir, snyrtivörur, kokteilar, hattar, hælaskór og huggulegheit á Gónhól 21.ágúst! Heiðar Jónsson hinn eini sanni snyrtir sér um að allar dömur finni sig...og aðrar dömur. forsala aðgöngumiða í síma 842 2550. Verð aðeins 1500 krónur og þá er kokkteilinn hinn eini sanni innifalin!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2010 | 00:51
Seiðmagnað kvöld á Eyrarbakka
Seiðlæti á Gónhól á Eyrarbakka föstudagskvöldið 23. júlí kl 20.30!
Gyðjukvöld með tónlistarívafi
Seiðlæti eru Reynir Katrínarson Hvítvíðbláinn Galdrameistari og skapandi listamaður og Uni eða Unnur Arndísardóttir söngkona og tónskáld. Munu þau flytja Þagnarþulur, sem eru ljóð eftir Reyni við tónlist Unnar, en Þagnarþulurnar eru tileinkaðar íslensku Gyðjunum úr Goðafræðinni.
Þetta verður einskonar athöfn til heiðurs Íslensku Gyðjunum. Þar sem þau munu kynna Gyðjurnar og flytja lög þeirra. Reynir mun einnig vera með til sölu sín víðfrægu Gyðjuhálsmen, Rúnir og húfur svo eitthvað sé nefnt.
Búast má við seiðmögnuðu og notalegu kvöldi á Eyrarbakka þar sem töfrarnir svífa yfir vötnum. Frítt inn!
Nánari upplýsingar hjá Unni í síma 696 5867
www.uni.is
unnur.uni@gmail.com
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2010 | 23:48
Hópferðir, starfsmannafélög, ættarmót, afmæli, brúðkaup eða dansiball!
Við erum með frábærar ferðir fyrir starfsmannafélög og hópa sem vilja koma á Eyrarbakka í naflaferðir....sendið okkur póst og við sérsníðum ferðir fyrir hópa...gönguferðir, hamingjuhopp, súpur og brauð...alls konar spádómar lesið í lófa, spil, bolla og rauðvín. Skemmtilegt og uppbyggjandi að koma í nafla alheimsins. Einnig sjáum við um stór og smá ættarmót. Ódýr gisting í svefnpokaplássi eða stúdíóíbúðir með öllum þægindum.
Pantanir og uppl. í síma 842 2550 eða á gonholl@gonholl.is
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2010 | 23:46
H&M barnafatnaður á Eyrarbakka!
Komið til okkar og verslið flottan barnafatnað beint frá Sverige....amma bakar og bakar og bíður eftir ykkur elskuleg!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2010 | 21:32
Opið hjá okkur alla hvítasunnuhelgina!
Krambúðin er full af vörum, skemmtilegir sölubásar á markaðstorginu, Emil og Lína á kaffihúsinu og gisting í fjölskylduíbúðum. Hvað er betra en að vakna á Eyrarbakka og fá sér morgungöngu í fjörunni, skreppa svo til ömmu á kaffihúsið, skoða myndlist, hitta fólk og fá sér gott í kroppinn....rjúkandi vöfflur og heitt súkkulaði, heimabakað brauð og mexikósk súpa, nýbakaðar flatkökur, jólakökur og krembrauð
Sjáumst á Gónhól!
Uppl. í síma 842 2550 og 894 2522
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2010 | 13:17
Vortiltekt elskulega fólk!
Í tilefni vors og bráðum blóma bjóðum við fría sölubása á Gónhól um helgina.
Uppl. í síma 8422550
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2010 | 11:27
Takið þér rjóma í kaffið fröken?
Við minnum á að Gónhóllinn okkar er að opna um helgina með breyttan opnunartíma. Nú verður opið frá kl. 11-18 allar og helgar í maí og síðan ætlum við að gera tilraun og hafa opið ALLA daga í sumar, frá kl. 11-18.
Það eru margar nýjungar hjá okkur og mikið framundan í sumar enda er Eyrarbakki staður á uppleið. Við verðum með vorfiðringstilboð á gistingu í maí, krambúðin er full af nýjum vörum og við viljum sérstaklega vekja athygli ykkar á því að við erum komin með Fair Trade vörur og mikið af íslenskri framleiðslu. Þar má nefna kruðerí og kökur, sápur, kerti, krem og olíur...bara svona til að nefna eitthvað en úrvalið er mikið og eykst stöðugt! Við byrjum með kryddjurtir frá Engi , kirsuberjatómata, chili og fleira, síðan koma sumarblómin og svo eykst úrvalið eftir því sem jörðin gefur. Um helgina erum við með fyrirtaksstofnútsæði , fræ og mold fyrir ykkur með grænu fingurna.
Kaffihúsið ilmar af kræsingum og þar er Jón Ingi vorfuglinn okkar með sína 3ju vorsýningu á Gónhól og við vekjum sérstaka athygli á einstaklega fallegum vatnslitamyndum af Eyrarbakka. Oft hefur nú Jón verið góður og hann verður bara betri með hverju árinu.
Markaðstorgið er fjölbreytt að vanda, þar verða lífræn barnaföt, prjónavörur, steinkarlar, hnífabrýni, flugnaspaðar, glerlist, búslóðir og föt, notuð og ný.
Það er því tilvalið að skella sér á rúntinn um helgina og koma við hjá okkur á Eyrarbakka.
Við hlökkum til að sjá ykkur öll og munið að við höfum síma 842 2550
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2010 | 00:21
Fair Trade vörur á gömlu verði í krambúðinni á Gónhól!
Við styrkjum sanngjörn viðskipti og viljum minna ykkur á að Fair Trade vörur fást hjá okkur.
Opið alltaf ef einhver er heima sem er oftast nær nú þegar sumarið syngur.
Sjáumst á Gónhól.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25% afsláttur á gistingu fyrir ástfangin pör á giftingaraldri. Njótið lífsins í nafla alheimsins á Eyrarbakka þar sem brimið syngur ykkur í svefn.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Mínir tenglar
- Flottasti vefur á Eyrarbakka Hér er svo mikill fróðleikur að það borgar sig að hafa nægan tíma til að lesa
- Allt um Eyrarbakka þorpið okkar við sjóinn
- Sunnlensk menningarveisla 7.-9.nóvember um allt Suðurland
- Menningarmiðstöðin á Eyrarbakka og bara rétt að byrja
- Gourmet veitingar Fallegur og rómatískur staður við ströndina
- Einstaklega fallegt safn og lifandi og auðvitað á Eyrarbakka
- Menning á Suðurlandi Framvarðarsveitin okkar
- Þórdís Þórðardóttir Myndlistarkonan okkar á Eyrarbakka
- Ljósmyndarinn okkar knái Sýning í gónhól júlí 2008
- Myndlistarmaðurinn okkar Sýning í Gónhól maí 2008
- http://www.gonholl.is
- Lista og tungumálamiðstöð á Eyrarbakka Nýr valkostur fyrir börn og unglinga
Tónlist
Tónlist
Falleg, mjúk og góð tónlist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar